Færsluflokkur: Bloggar

Ögmundur eini með viti í ríkisstjórninni!

Ég segi bara áfram Ögmundur, verst að hann getur ekki tekið sér stöðu kynningarfulltrúa okkar mála á erlendri grundu, það væri mjög fínt að fá mann í það sem veit hvað hann er að segja OG getur rökstutt mál sitt!

Mér finnst einmitt einn puntur sem hann talar um mjög góður, velja milli innistæðu eigenda og mannréttinda öryrkja... er eitthvað vestrænt ríki sem veldi ekki öryrkjana í því vali?

Áfram ÖGMUNDUR, þú er svosannarlega að vinna fyrir laununum þínum!


Ríkisstjórnin ætti að taka þessi samtök til fyrirmyndar!

Það er alveg ótrúlegt að útlendingar, þar með taldir breskir ríkisborgarar, séu harðari í baráttunni fyrir góðum kjörum/ niðurfellingu skulda Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum! Hvernig getur ríkisstjórnin bara setið á rassinum og endurtekið í sífellu að þessi lög sem forsetinn felldi hafi verið það besta í stöðunni fyrir Ísland!

Það er alveg ótrúlegt að ríkisstjórnin haldi ennþá í vonina um að komast í ESB, þrátt fyrir að allt (og allir) bendi á að það sé mjög óhagstætt á þessum tímapunkti Íslandssögunnar fyrir okkur, og jafnvel aldrei! Ég veit um marga sem td kusu Vinstri Græna á sínum tíma því að í kosningaskrifstofunni hjá þeim var ítrekað og lofað að þeir væru alfarið á móti inngöngu í ESB og myndu beita sér gegn því (ekki komið ár síðan!) og nú, er Steingrímur J. einn harðasti stuðningsmaður Íslands í ESB - hvernig getur þessi maður litið í spegilinn á morgnanna?

Gott fólk, hafið þið ekki tekið eftir því að fólk sem bloggar um pólitík hér á mbl.is eru í 95% tilfella (eða svo) Á MÓTI ríkisstjórninni, Á MÓTI Icesafe samningnum, Á MÓTI ESB! Það hlýtur að segja okkur svolítið og ég vona að þingmenn sjái það líka! 

Takk fyrir!


mbl.is Bresk baráttusamtök taka málstað Íslands í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vóóóóóó

Bíddu við... hvað þurfum við Íslendingar að eiga 550M króna SENDIHERRABÚSTAÐ í NY. Það er allavega ágætt að það er búið að selja hann núna, en hvað ætli séu margir svona bústaðir úti í hinum stóra heim? Það þarf nú kannski að fara taka aðeins til í skúffunum hjá ráðherrunum, þá finna þeir kannski fleiri svona gersemi sem var búið að gleyma!

Ég veit að það er dýrt að búa í NY en þetta er nú aðeins út í hött! 27 milljónir á einu ári í HÚSALEIGU... neihh ég segi pass.


mbl.is Sendiherrabústaður seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn galli...

en hvað með þá sem ekki geta (vilja) stofna heimabanka eins og eldra fólk. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hún amma mín getur ekki lært á internetið og hvað þá heimabanka til þess að geta kosið í þessari kosningu. Hennar vilji er samt skýr, NEI við Icesafe.

Þetta er áhugaverð pæling og ég tek þátt og hvet alla mína vini og kunningja að taka þátt líka, en því miður verður þetta ekki eins marktækt og ég vildi sjá.

Það verður gaman að sjá niðurstöðuna úr þessu þann 17.


mbl.is Boða rafræna þjóðarkosningu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að spara á öðrum sviðum...

Eins og ICESAFE? Hvaða vit er í því að skera niður nauðsinlegustu þjónustur landsins eins og heilbrigðisþjónustu, menntamál, fæðingarorlof osfrv og á sama tíma að ákveða að borga miljarða skuldir örfárra glæpamanna? ég bara spyr...
mbl.is Spara má með lokun fæðingardeilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustið á þjóðina!

Hvað er eiginlega að þessu valdasjúka liði sem situr á alþingi? Þjóðin, fólkið í landinu, hefur eitthvað að segja um framtíð þess. ÞAÐ ÞARF AÐ HLUSTA Á OKKUR!
mbl.is Hversu margar undirskriftir duga til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband